
BBC greinir frá því að nepalskur karlmaður, Chanda Musalman, hefur í fyrsta sinn í sögu landsins verið veittur ríkisborgararéttur sem bæði, karl og kona. Chanda var veittur þessi "réttur" þegar opinberir starfsmenn voru að skrá kjósendur fyrir komandi kosningar.
Þeir sem skrá sig sem kjósendur fá staðfestingu á ríkisborgararrétt og þegar verið var að fylla út eyðublaðið fyrir herra Musalman bað hann um að strikað yrði yfir möguleikana fyrir kyn (karl, kona) og í staðinn yrði sett bæði. Hið ómögulega gerðist og hinir opinberu starfsmenn urðu við óskum hans.
Í Nepal hefur hópur þeirra sem oft eru kallaðir "LadyBoys" í suður asíu orðið fyrir miklu aðkasti. Flestir þeirra flytjast til höfuðborgarinnar og margir þeirra flýja landið, aðalega til Indlands. Landið er ákaflega íhaldssamt með mjög sterkum trúarlegum áhrifum sem gerir líf þessara manna síður en svo einfalt. Þeir hafa orðið fyrir mjög miklu aðkasti af völdum bæði lögreglunnar og maóistum.
Hvort þetta markar tímamót í viðhorfum Nepal búa eins og segir í fyrirsögninni skal ég ekki segja. En það verður áhugavert að fylgjast með hvort þessi gjörð nokkurra embættismanna í fjallahéraði í Nepal eigi eftir að verða eitt af fyrstu skrefum þjóðarinnar í átt að mannréttindum þeirra sem eru að annari kynhneigð.
Hlekkir
:: Fréttinn á BBC [>]
:: Blue Diamond Society (BDS) [>]
:: Fréttinn á Advocate.com [>]
:: Gay Nepal News & Reports 2006-07 [>]
...
..
.
No comments:
Post a Comment