Thursday, March 22, 2007

Átök milli Maóista og Madheshi í Nepal

Ætlar þetta engan endi að taka? Maóistum og Madheshi mótmælendum laust saman á miðvikudaginn í suður Nepal þar sem að minnsta kosti 27 einstaklingar týndu lífi og tugir eru illa slasaðir.

Átökin áttu sér stað í bænum Gaur í suðurhluta Nepals. Stjórnvöld hafa brugðist við með að setja á útgöngubann í héraðinu næstu klukkutímana. Ég vildi svo óska þess að þessi blogg hjá mér snérust um sniðugar birtingamyndir á nepölskum og íslenskum orðum en ekki um dauða, ofbeldi og limlestingar.

Þessi átök eru þau verstu sem að Nepal hefur séð síðan að Maóistar lögðu niður vopn fyrir nokkrum mánuðum, þá frekar í orði frekar en á borði. Madhesi og Maóistar hafa átt í deilum í langan tíma og var það bara tímaspursmál hvenær myndi sjóða uppúr á milli þessara vitleysinga.

Átökin hófust þegar báðir hópar vildu nota sama svæði undir fjöldafund og halda báðir hóparnir því fram að hinir hafi hafið átökin. Einnig halda báðir hópar því fram að meirihluti af mannfallinu hafi verið hjá sínu fólki. Það eru víst ekki bara íslenskir stjórnmálaflokkar sem að geta ekki komið sér saman um staðreyndir í nokkru máli. En í þessu tilfelli var víst ekki við öðru að búast.

HLEKKIR
:: Frétt um þetta á BBC [>]

:: Frétt tengd þessu á Nepalnews.com [>]

No comments: