Sunday, April 15, 2007

Kostningum frestað í Nepal

Nefndin sem hefur það hlutverk að hafa yfirumsjón með komandi kostningum hefur lýst því yfir að hún getur ekki haldið kostningarnar 20. Júní.

Nefndin vill fá meiri tíma áður en kostningarnar geti farið fram. Vill nefndin meina að landið sé ekki næginlega öruggt til að kostningarnar geti farið fram.

Þessi yfirlýsing kom frá formanni kostningarnefndinar, Bhojraj Pokharel, skömmu fyrir fund sem átti að halda á milli ríkistjórnarinnar og fulltrúa átta stærstu stjórnmálaflokkana í Nepal. Efni fundarinns voru komandi kostningar sem nú eru í uppnámi.

Kostningarnar áttu að fara fram eftir tvo mánuði samkvæmt samkomulagi milli stjórnarflokkana og maóista. Nefndin telur að þeir þurfi að minnsta kosti tæplega fjóra mánuði til að undirbúa kostningar eftir að nauðsinnleg lög hafa tekið gildi.

Í Nepal eru 205 kjördæmi sem eiga eftir að kjósa jafnmarga þingmenn á landsþingið.

Athugasemdir
Enn ein holan í svo til ónýtum vegi til friðar í Nepal kemur núna í ljós. Ef að stjórnmálaflokkarnir og maóstar vilja eygja einhverja vonarglætu á varanlegum frið þá semja þeir aftur sem fyrst um nýja dagsetningu. Ef að þau öfl sem að vilja glundroða og áframhaldandi átök ná að nota þessar fréttir til að reka fleyg á milli maóista og hinna stjórnmálaflokkana.

Það er til bölvun: Meigi þú lifa á áhugaverðum tímum.

No comments: